Landslið

Lars Lagerbäck

Frá blaðamannafundi í Podgorica - 27.2.2012

Á blaðamannafundi í Podgorica í Svartfjallalandi í dag, var Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, spurður um væntingar til leiksins.  „Þó svo menn noti vináttulandsleikina til að skoða ýmsa hluti, og þó að þetta sé minn fyrsti leikur með þessa leikmenn sem eru í hópnum núna, þá vil ég vinna alla leiki." Lesa meira
 
Svartfjallaland

Fyrsti knattspyrnulandsleikur Íslands og Svartfjallalands - 27.2.2012

Ísland og Svartfjallaland mætast í vináttulandsleik á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Þessar þjóðir hafa aldrei áður mæst í landsleik, hvorki í A landsliðum né yngri landsliðum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á landsliðshópum hjá A kvenna og U19 kvenna - 27.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur á Algarve Cup, 29. febrúar - 7. mars. Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er meidd.  Sandra María Jessen úr Þór er kölluð inn í hópinn hjá U19 kvenna í stað Önnu Maríu. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög