Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum á Algarve - 28.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leik gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Algarve Cup. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Vel fer um hópinn í Bakú - 28.2.2012

Strákarnir í U21 karla eru staddir í Bakú í Aserbaídsjan þar sem liðið leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM á morgun.  Breytingar urðu á hópnum á síðustu stundu en Atli Sigurjónsson úr KR er kominn inn í hópinn. Tveir leikmenn þurftu að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, Björn Bergmann Sigurðarson og Kristinn Steindórsson. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Góðar aðstæður á Algarve - Ýmsar upplýsingar um mótið - 28.2.2012

Stelpurnar í A landslið kvenna leika sinn fyrsta leik á morgun, miðvikudag, við Þjóðverja en þá hefst hið sterka Algarve mót. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Þrír landsleikir á hlaupársdag - 28.2.2012

Þrír landsleikir fara fram á morgun, hlaupársdaginn 29. febrúar. Þá eru þrjú landslið í eldlínunni, A landslið karla og kvenna og U21 karla. Karlalandsliðið leikur í Svartfjallalandi, kvennalandsliðið leikur gegn Þjóðverjum á Algarve og U21 karla leikur í undakeppni EM gegn Aserbaídsjan í Bakú.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á NM U17 kvenna í Finnlandi

Æfing hjá U16 og U17 kvenna á laugardaginn - 28.2.2012

Laugardaginn 3. mars verður æfing hjá U16 og U17 kvenna sem fram fer í Kórnum. Þorlákur Árnason hefur valið tvo hópa fyrir þessa æfingu, annar samanstendur af leikmönnum fæddum 1995 en hinn af leikmönnum fæddir 1996 og 1997. Þessir hópar munu svo leika æfingaleik innbyrðis á laugardaginn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög