Landslið

A landslið karla

A karla - Sigurmark Svartfellinga í lokin - 29.2.2012

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svartfellingum i vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Podgorica í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og jafnaði þá metin.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Eins marks tap gegn Þjóðverjum - 29.2.2012

Íslenska kvennalandsliðið hóf í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Þjóðverjar. Þýskar höfðu sigur, 1 - 0 og kom markið í fyrri hálfleik.  Næsti leikur er gegn Svíum á föstudaginn og hefst sá leikur kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ósigur í Aserbaídsjan - 29.2.2012

Strákarnir í U21 lutu í lægra haldi í dag fyrir Aserbaídsjan en leikið var í Bakú. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 1 - 0 og kom markið á 41. mínútu leiksins.  Heimamenn skutust upp fyrir Íslendinga í riðlinum, hafa fjögur stig eftir 5 leiki en Íslendingar hafa þrjú stig, einnig eftir 5 leiki. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Aserum - 29.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Aserum í Bakú kl. 14:00 í dag. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ en leikurinn er liður í undankeppni EM. Íslendingar hafa þrjú stig eftir 4 leiki fyrir þennan leik en Aserar eru með eitt stig eftir jafn marga leiki.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarliðið gegn Svartfellingum - 29.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Svartfjallaland á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er þetta fyrsti knattspyrnulandsleikurinn milli þessara þjóða.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög