Landslið
2012-U17-kvenna-byrjunarlid-Danmorki

U17 kvenna - Danir lagðir að velli

Liðin mætast í öðrum vináttulandsleik á þriðjdaginn

18.3.2012

Stelpurnar í U17 lögðu stöllur sínar frá Danmörku í dag í vináttulandsleik sem fram fór í Egilshöll.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Ísland eftir að heimastúlkur leiddu 1 - 0 í leikhléi.

Danska liðið byrjaði leikinn heldur betur en þegar líða tók á hálfleikinn náði íslenska liðið yfirhöndinni og Svava Rós Guðmundsdóttir kom liðinu yfir á 34. mínútu.  Þannig var staðan í leikhléi og í síðari hálfleik jók Guðrún Arnardóttir muninn með marki á 67. mínútu.  Danska liðið átti lokaorðið þegar þær minnkuðu muninn í uppbótartíma.

Góður sigur hjá íslenska liðinu en þjóðirnar mætast aftur á þriðjudaginn.  Aftur verður leikið í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 18:00.

Leikskýrsla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög