Landslið

2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Jafntefli í hörkuleik gegn Dönum - 20.3.2012

Strákarnir í U17 hófu í kvöld leik í milliriðli EM en leikið er í Skotlandi. Fyrsti leikur liðsins var við Dani og lyktaði leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Daði Bergsson og Gunnlaugur Birgisson skoruðu mörk Íslendinga í leiknum.  Næsti leikur Íslendinga í riðlinum verður gegn Skotum á fimmtudaginn

Lesa meira
 
U17-kvenna-gegn-Donum-byrjunarlidid

U17 kvenna - Markalaust jafntefli gegn Dönum - 20.3.2012

Stelpurnar í U17 gerðu í kvöld markalaust jafntefli gegn stöllum sínum frá Danmörku en leikið var í Egilshöllinni. Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í þessum aldursflokki en fyrri leiknum, sem leikinn var síðastliðinn sunnudag, lauk með 2 - 1 sigri Íslendinga.

Lesa meira
 
2012-U17-kvenna-byrjunarlid-Danmorki

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í kvöld - 20.3.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld er mætir Dönum í vinnáttulandsleik. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 18:00. Þetta er síðari leikur þjóðanna en Ísland vann fyrri leikinn 2-1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum í kvöld - 20.3.2012

Strákarnir í U17 eru nú í Skotlandi þar sem þeir leika í milliriðli EM U17 karla. Fyrsti leikur Íslands er gegn Dönum í kvöld kl. 19:30 að íslenskum tíma. Á sama tíma leika hinar þjóðirnar í riðlinum, Skotar og Litháar. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög