Landslið
UEFA EM U17 kvenna

Úrslitakeppni EM U17 kvenna haldin á Íslandi 2015

Liðunum í úrslitakeppninni fjölgað í 8 árið 2014

21.3.2012

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum á þriðjudag að samþykkja umsókn KSÍ um að halda úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna.  Mun hún því fara fram hér á landi árið 2015.

Fyrst var keppt í þessum aldursflokki á EM keppnistímabilið 2007/2008 og var því fyrsta úrslitakeppnin haldið árið 2008.  Hingað til hafa allar úrslitakeppnirnar í þessum flokki farið fram í Nyon og hafa fjórar þjóðir leikið í úrslitakeppninni.  Þar lék Ísland t.a.m á síðasta ári þegar stelpurnar höfnuðu í 4. sæti á EM.

Nú hefur UEFA ákveðið að stækka úrslitakeppnina í þessum aldursflokki og verða þjóðirnar 8 sem leika þar frá og með 2014 en þá verður keppnin haldin í Englandi.  Íslendingar verða svo gestgjafar 2015 og Hvíta Rússland 2016.  Úrslitakeppnirnar 2012 og 2013 verða hinsvegar undir yfirumsjón UEFA, haldnar í Nyon í Sviss og skipaðar fjórum þjóðum.

KSÍ hélt síðast úrslitakeppni EM árið 2007 þegar leikið var til úrslita hjá U19 kvenna hér á landi.  Þá lögðu Þjóðverjar Englendinga í framlengdum úrslitaleik sem fram fór á Laugardalsvelli.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög