Landslið
UEFA EM U17 karla

Lokaumferð milliriðilsins hjá U17 á sunnudag

Óbreytt byrjunarlið

24.3.2012

U17 landslið karla á möguleika á að komast í úrslitakeppni EM, en liðið leikur lokaleik sinn í milliriðli sem fram fer í Skotlandi á sunnudag.  Mótherjarnir eru Litháar og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarlið sitt, sem er óbreytt frá síðasta leik.

Markmaður: Fannar Hafsteinsson.

Varnarmenn: Adam Örn Arnarson, Orri Sigurður Ómarsson, Hjörtur Hermannsson (F) og Ósvald Jarl Traustason.

Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson, Emil Ásmundsson, Daði Bergsson, Stefán Þór Pálsson og Páll Olgeir Þorsteinsson.

Framherji: Kristján Flóki Finnbogason.

Minnt er á að hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög