Landslið

U19kv-Byrjunarlid-gegn-Hollandi´12

U19 kvenna - Jafntefli gegn Hollandi í fyrsta leik - 31.3.2012

Stelpurnar í U19 léku í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM U19 en riðillinn er leikinn í Hollandi. Fyrstu mótherjarnir voru einmitt heimastúlkur og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1, eftir að Ísland hafði leitt í leikhléi. Lára Kristín Pedersen skoraði mark Íslands á 36. mínútu en heimastúlkur jöfnuðu á 78. mínútu. Hér að neðan má finna umfjöllun Tómasar Þóroddssonar um leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Stelpurnar halda til Belgíu í fyrramálið - 31.3.2012

Framundan hjá A landsliði kvenna er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM 2013 en þá sækir íslenska liðið það belgíska heim. Leikið verður í Dessel í Belgíu en þarna mætast þjóðirnar í efstu tveimur sætum riðilsins.  Belgar hafa tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið í riðla úrslitakeppninnar á miðvikudaginn - 31.3.2012

Miðvikudaginn 4. apríl verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer fram. Í dag varð ljóst hvaða þjóðir munu verða í hattinum en eins og kunnugt hefur íslenska liðið tryggt sér þátttökurétt í keppninni.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög