Landslið
U19kv-Byrjunarlid-gegn-Hollandi´12

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Rúmenum tilbúið

Annar leikur liðsins í milliriðli EM í Hollandi

1.4.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Rúmenum í milliriðli EM sem fram fer í Hollandi.  Leikið verður á morgun, mánudaginn 2. apríl, og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Þetta er annar leikur liðsins en fyrsti leikurinn endaði með 1 - 1 jafntefli gegn heimastúlkum en Rúmenar lögðu Frakka óvænt í sínum fyrsta leik.

Markvörður:  Þórdís María Aikman

Hægri bakvörður: Sandra María Jessen

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Telma Ólafsdóttir

Vinstri bakvörður: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Tengiliðir: Lára Kristín Pedersen og Anna María Baldursdóttir

Hægri kantur: Fjolla Shala, fyrirliði

Vinstri kantur: Telma Þrastardóttir

Sóknartengiliður: Írunn Aradóttir

Framherji: Guðmunda Brynja Óladóttir

Minnt er á beina textalýsingu af leiknum sem finna má á heimasíðu UEFA.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög