Landslið

Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A landslið kvenna - Byrjunarliðið gegn Belgum tilbúið - 3.4.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Belgum í undankeppni EM á morgun, miðvikudaginn 4. apríl. Leikurinn hefst kl. 18.00 að íslenskum tíma og þarna eigast við tvær efstu þjóðirnar í riðlinum en efsta sæti riðilsins gefur beint sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð 2013.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A landslið kvenna - Styttist í stórleikinn gegn Belgum - 3.4.2012

Það styttist í stórleikinn gegn Belgum í undankeppni EM en hann fer fram á morgun, miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma. Liðið hélt utan á sunnudagsmorgun og hefur æft vel úti og verður æft á keppnisvellinum í Dessel í dag.

Lesa meira
 
U17-kvenna-gegn-Donum-hopurinn

U17 kvenna - Hópurinn er leikur í milliriðli í Belgíu - 3.4.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli EM. Leikirnir fara fram dagana 13. - 18. apríl en auk heimastúlkna leika í riðlinum England og Sviss. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Englandi, föstudaginn 13. apríl.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög