Landslið

UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Svekkjandi ósigur gegn Belgum í Dessel - 4.4.2012

Stelpurnar í A landsliði kvenna gengu niðurlútar af velli eftir svekkjandi tap gegn Belgum í Dessel í kvöld. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimastúlkur og kom eina mark leiksins á 66. mínútu en íslenska liðið sótti mun meira í leiknum. Belgíska liðið skaust því á toppinn á riðlinum með 14 stig eftir sjö leiki, Ísland hefur 13 stig eftir sex leiki og Noregur er með 12 stig eftir sex leiki.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Ísland í riðli með Frakklandi, Georgíu og Þýskalandi - 4.4.2012

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U17 karla en dregið var í Slóveníu þar sem úrslitakeppnin fer fram, 4. - 16. maí. Átta þjóðir leika í úrslitakeppninni og er Ísland í A riðli ásamt: Frökkum, Georgíu og Þýskalandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið verður kl. 14:00 í dag - 4.4.2012

Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer dagana 4. - 16. maí. Drátturinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög