Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Tap gegn Sviss

Enn möguleiki á að komast í úrslitakeppnina

15.4.2012

Stelpurnar í U17 töpuðu gegn Sviss í dag með einu marki gegn engu og kom eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.  Í hinum leik riðilsins lögðu Englendingar Belga með sömu markatölu og er því mikil spenna fyrir síðustu umferðina í riðlinum.

Leikurinn gegn Sviss var jafn en íslenska liðið hafði þó heldur undirtökin.  Það voru hinsvegar stúlkurnar frá Sviss sem komu boltanum í markið og þar við sat þrátt fyrir ágætar tilraunir íslenska liðsins að jafna metin.

Íslenska liðið þarf nú að leggja Belga í lokaleiknum og treysta á að Sviss vinni ekki England í síðasta leiknum en lokaumferðin fer fram á miðvikudaginn og hefjast leikirnir kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög