Landslið
UEFA EM U17 karla

U17 karla hefja leik á morgun

Sýnt frá keppninni á Eurosport

3.5.2012

Strákarnir í U17 hefja á morgun, föstudaginn 4. maí, leik í úrslitakeppni EM U17 sem leikin verður í Slóveníu.  Ísland er í riðli með Georgíu, Þýskalandi og Frakklandi og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum.

Sýnt verður frá nokkrum leikjum mótsins í beinni útsendingu á íþróttastöðinni Eurosport sem margir hafa aðgang að hér á landi.  Meðal annars verður leikur Þýskalands og Íslands sýndur næstkomandi mánudag.

Þá er einnig ítarleg umfjöllun um mótið á heimasíðu UEFA, http://www.uefa.com/, þar sem textalýsing verður frá öllum leikjum mótsins.

Leikur Íslands og Frakklands á morgun hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma en áður mætast Georgía og Þýskaland, eða kl. 16:30.

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög