Landslið

Icelandair

Hittir einhver markslána í hálfleik á laugardag? - 13.6.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Ungverjalands á laugardag munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri en skemmtilegri þraut. Þrautin felst í því að spyrna knetti frá vítateigsboganum með það fyrir augum að hitta þverslána og vinna þannig ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Cristina-Dorcioman

Ísland - Ungverjaland - Dómarar frá Rúmeníu - 13.6.2012

Það verða dómarar frá Rúmeníu sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Rakel-Logadottir

A kvenna - Rakel Logadóttir kölluð inn í hópinn - 13.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert aðra breytingu á landsliðshópnum er mætir Ungverjum á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní. Rakel Logadóttir úr Val kemur inn í hópinn í stað Hallberu Guðnýjar Gísladóttur sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Sandra María Jessen

A kvenna - Sandra María í hópinn - 13.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Ungverjum í undankeppni EM á laugardaginn. Sandra María Jessen úr Þór kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Katrínar Ásbjörnsdóttur, sem er meidd.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tap gegn Norðmönnum í Drammen - 13.6.2012

U21 landslið karla tapaði í gær gegn Norðmönnum, en liðin mættust á Marienlyst Stadion í Drammen. Norska liðið sótti mun meira í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Sigurmarkið kom þegar aðeins um 5 mínútur voru eftir af leiknum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög