Landslið

UEFA EM A-landsliða kvenna

Öruggur íslenskur sigur í Lovech - 21.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Búlgörum í dag í undankeppni EM en leikið var í Lovech. Lokatölur urðu 0 – 10 eftir að íslenska liðið hafði leitt með þremur mörkum í leikhléi. Liðið er því komið á topp riðilsins að nýju.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 21.6.2012

Nýráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna, Úlfar Hinriksson, hefur valið hópinn sem tekur þátt á Opna Norðurlandamótinu sem fer fram í Noregi dagana 9. - 14. júlí. Ísland er þar í riðli með Finnum, Frökkum og Svíum.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Ísland mætir Búlgaríu - Byrjunarliðið tilbúið - 21.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgörum í dag kl. 15:00. Leikurinn er liður í undankeppni EM og fer fram í borginni Lovech í Búlgaríu. Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland mætir Búlgaríu í dag kl. 15:00 - 21.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið mætir stöllum sínum frá Búlgaríu í dag í undankeppni EM og verður leikið í Lovech í Búlgaríu. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA. 

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög