Landslið

Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 2012 á Laugarvatni 10. - 12. ágúst - 1.8.2012

Framundan er úrtökumót stúlkna (fæddar 1997) sem fer fram helgina 10. - 12. ágúst næstkomandi á Laugarvatni. Hér að neðan má sjá dagskrá, nafnalista og ýmsar hagnýtar upplýsingar.

Lesa meira
 
Gudmunda-Brynja

U23 kvenna - Guðmunda Brynja kölluð í hópinn - 1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á U23 hópnum sem mætir Skotum í vináttulandsleik í Glasgow, sunnudaginn 5. ágúst. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi kemur inn í hópinn í stað Sigrúnar Ellu Einarsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Hópurinn gegn Færeyingum tilkynntur - 1.8.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 19:45. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014 þar sem Norðmenn verða fyrstu mótherjarnir þann 7. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Harpa-Thorsteinsdottir

A kvenna - Harpa kölluð inn í hópinn - 1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Hörpu Þorsteinsdóttur úr Stjörnunni í A landsliðshópinn er mætir Skotum í vináttulandsleik ytra þann 4. ágúst næstkomandi. Harpa kemur í stað Katrínar Jónsdóttur sem getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög