Landslið

Tólfan

Ný Facebook-síða Tólfunnar - 8.8.2012

Flestir þeir sem lagt hafa leið sína á Laugardalsvöllinn til að styðja við landsliðin okkar kannast við stuðningsmannahópinn Tólfuna. Nú þegar landsleikjahrina haustsins nálgast er Tólfan að vakna aftur til lífsins og hefur ný Facebook-síða Tólfunnar verið sett upp.

Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen bætti markamet Ríharðs Jónssonar með því að skora tvö mörk gegn Lettum í október 2007

Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur í landsliðshópinn - 8.8.2012

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Færeyinga á miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 130. sæti á FIFA-listanum - 8.8.2012

Ísland er í 130. sæti á mánaðarlegum styrkleikalista FIFA fyrir A landslið karla og fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Annars er almennt lítið um breytingar á listanum milli mánaða og þá sérstaklega við topp listans.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tap U17 gegn U19 liði Færeyja - 8.8.2012

U17 landslið karla tapaði á þriðjudag gegn U19 liði Færeyinga á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum. Lokatölur leiksins urðu 3-1 fyrir heimamenn, sem leiddu með einu marki í hálfleik. Mark Íslands kom undir lok leiksins. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög