Landslið

UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Slóvenum - 5.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvenum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma en þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum.  Tékkland og Eistland skipa einnig þennan riðil.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á leikdag hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli - 5.9.2012

Framundan er fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 þegar Norðmenn koma í heimsókn á Laugardalsvöll, föstudaginn 7. september kl. 18:45. Miðasala á leikinn fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Norður Írlandi og Noregi - 5.9.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn er mætir Norður Írum og Norðmönnum í lokaleikjum liðsins í undankeppni EM 2013. Leikið verður við Norður Íra hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september og Noreg á Ullevål vellinum í Osló, miðvikudaginn 19. september. Lesa meira
 
Alid1947-0001

Karlalandslið Íslands og Noregs mætast í 31. skipti - 5.9.2012

Karlalandslið Íslands og Noregs mætast á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45. Þetta er 31. skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en fyrsti landsleikur þjóðanna fór fram á Melavelli, 24. júlí 1947, eða fyrir 65 árum síðan. Norðmenn höfðu þá betur, 2 - 4.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um 12 sæti - 5.9.2012

Íslenska karlalandsliðið er í 118. sæti í nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið fer upp um 12 sæti frá síðasta lista en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög