Landslið

U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 7.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Eistlandi í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu. Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum í fyrsta leiknum. Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og er minnt á beina textalýsingu á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Island-Noregur

Sætur sigur á Norðmönnum í Laugardal - 7.9.2012

Íslendingar byrjuðu undankeppni HM 2014 á besta mögulega máta þegar þeir lögðu Norðmenn á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.  Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslendinga í leiknum sem unnu sanngjarnan sigur.

Lesa meira
 
Noregur-3

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 7.9.2012

Lars Lagerbäck hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum á Laugardalsvelli kl. 18:45 í kvöld. Fólk streymir á völlinn enda skartar Laugardalurinn sínu fegursta í blíðunni í kvöld. Ef einhver er að velta þessu fyrir sér er viðkomandi hvattur til að skella sér á völlinn hið snarasta.

Lesa meira
 
ISL_04

U19 karla - Öruggur sigur Íslendinga - 7.9.2012

Strákarnir í U19 liðinu unnu í dag öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Eistlandi. Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1 - 0. Sigurinn var nokkuð öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en þjóðirnar mætast aftur í Grindavík á sunnudaginn kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingahópur leikmanna fæddir 1998 valinn - 7.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp leikmanna sem fæddir eru árið 1998. Hópurinn kemur saman á æfingar helgina 15.-16. september og er þetta liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EMU17 kvenna sem fram fer á Íslandi í júní 2015.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 7.9.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir liði Eistland í vináttulandsleik í dag. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 15:00. Þetta er fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en seinni leikurinn fer fram í Grindavík á sunnudaginn kl. 16:00 Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum tímanlega á völlinn - 7.9.2012

Eins og öllum er kunnugt er leikur Íslands og Noregs í undankeppni HM í kvöld kl. 18:45 á Laugardalsvelli. Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum velli í kvöld. Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast langar biðraðir. Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik, kl. 17:45. Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 og eru þeir sem enn eiga eftir að fá sér miða, hvattir til þess að koma tímanlega til að tryggja sér miða

Lesa meira
 
U17 kvenna í Slóveníu

Frábær byrjun hjá stelpunum í Slóveníu - 7.9.2012

Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu undankeppni EM á besta máta í gær þegar þær lögðu Slóveníu 3:0 Í Evrópukeppni U17 kvenna en riðillinn er haldinn í Slóveníu.  Íris Björk Eysteinsdóttir sendi okkur eftirfarandi umsögn um leikinn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög