Landslið

U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U17 kvenna - Tap gegn Tékkum í síðasta leik riðlakeppninnar - 11.9.2012

Stelpurnar í U17 kvenna léku í dag lokaleik sinn í riðlakeppni EM en riðill þeirra var leikinn í Slóveníu. Mótherjarnir, Tékkar, höfðu betur 0 - 2 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Íris Björk Eysteinsdóttir sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
Kypur

A karla - Byrjunarliðið gegn Kýpur - 11.9.2012

Lars Lägerback, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kýpur í dag í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu hjá RÚV, þar sem útsending hefst kl. 16:50.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 37 leikmenn valdir í æfingahóp - 11.9.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum. Gunnar velur 37 leikmenn fyrir þessar æfingar og koma þeir frá 21 félagi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á Ísland - Norður Írland - 11.9.2012

Eins og öllum er eflaust kunnugt um leikur íslenska kvennalandsliðið afar mikilvægan leik gegn Norður Írlandi næstkomandi laugardag kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Með sigri í leiknum tryggir liðið sé a.m.k. leik í umspili um sæti í lokakeppni EM 2013. Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri og hvetjum við aðildarfélög til þess að skipuleggja hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

A karla - Leikið gegn Kýpur í dag - 11.9.2012

Íslenska karlalandsliðið mætir Kýpur í dag í undankeppni HM en leikið verður á Antonis Papadopoulos vellinum á Larnaca. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending kl. 16:50.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tap í lokaleik undankeppni EM - 11.9.2012

Strákarnir í U21 töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var gegn Belgum í Beveren. Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi. Íslendingar enduðu undankeppnina með þrjú stig í riðlinum og kom sigurinn heima gegn Belgum.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 11.9.2012

Stelpurnar í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Slóveníu. Leikið verður gegn Tékkum í dag kl. 14:30 að íslenskum tíma og þarna keppa tvö efstu lið riðilsins um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti í milliriðlum. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög