Landslið

Norður Írland

A kvenna - Hópurinn hjá Norður Írum - 12.9.2012

Norður Írar undirbúa sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september kl. 16:15, í undankeppni EM 2013 kvenna.  Landsliðsþjálfarinn Alfie Wylie hefur tilkynnt 18 manna hóp sem mætir Íslendingum og þar er m.a. að finna þrjá leikmenn sem léku hér á landi í sumar.  Þetta eru þær Julie Nelson sem lék með ÍBV, markvörðinn Emmu Higgins sem lék með KR og Sarah McFadden sem lék með FH.

Lesa meira
 
Gríski dómarinn Thalia Mitsi

A kvenna - Grískir dómarar að störfum þegar Ísland mætir Norður Írlandi - 12.9.2012

Það vera grískir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Norður Írlands sem fram fer í undankeppni EM kvenna á laugardaginn. Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða þær Panagiota Koutsoumpou og Ourania Foskolou. Fjórði dómarinn er hinsvegar íslenskur, Rúna Sif Stefánsdóttir.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingar hjá U19 kvenna 22. og 23. september - 12.9.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til æfinga helgina 22. - 23. september. Ólafur hefur valið 32 leikmenn fyrir þessar æfingar sem eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM sem fram fer í Danmörku í október.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Tap á Kýpur - 12.9.2012

Strákarnir í karlalandsliðinu biðu lægri hlut gegn Kýpverjum í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Kýpur. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimamenn eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Næstu verkefni liðsins eru gegn Albaníu á útivelli, 12. október og gegn Sviss á heimavelli 16. október. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög