Landslið

Icelandair

Að hitta þverslána á laugardaginn - 13.9.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Norður-Írlands í undankeppni EM kvennalandsliða 2013, sem fram fer á laugardag, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Norður Írland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 13.9.2012

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á leik Íslands og Norður Írlands í undankeppni EM kvenna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september og hefst kl 16:15. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Tolfan

Ísland - Norður Írland - A passar gilda við innganginn - 13.9.2012

Handhafar A passa KSÍ 2012 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á leik Íslands og Norður Írlands, laugardaginn 15. september kl. 16:15. Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn. Lesa meira
 
Spurningakönnun 15. september

Spurningakönnun á kvennalandsleik 15. september - 13.9.2012

Á viðureign Íslands og Norður-Írlands á laugardag verður unnin spurningakönnun sem er hluti af átaki UEFA í markaðsmálum kvennaknattspyrnu. Markmiðið er að greina ýmsa þætti varðandi áhorfendur og aðsókn að leikjum deildarinnar.  Vallargestir eru hvattir til að taka vel á móti sjálfboðaliðum sem spyrja nokkurra laufléttra spurninga.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög