Landslið

UEFA EM A-landsliða kvenna

Dregið í umspilið á föstudag - 19.9.2012

Dregið verður í umspil fyrir EM kvennalandsliða 2013 í höfuðstöðvum UEFA á föstudag og þá verður ljóst hvaða þjóð verður mótherji Íslands í umspilsleikjum heima og heiman í október. Leikdagarnir eru 20. eða 21. október annars vegar og 24. og 25. október hins vegar. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Naumt tap í Noregi - 19.9.2012

Ísland tapaði naumlega 2-1 gegn Noregi í lokaleiknum í undankeppni EM 2013, en liðin mættust á Ullevaal í Osló í kvöld. Íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn og tryggja þar með EM sætið, en tapið þýðir að Ísland fer í umspilsleiki, heima og heiman, í október. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið A-kvenna gegn Noregi á Ullevaal - 19.9.2012

A landslið kvenna mætir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins og dugir Íslandi jafntefli til að tryggja farseðilinn á EM 2013 í Svíþjóð. Tapi íslenska liðið fer það í umspil um EM-sæti og fara þeir leikir fram í október, heima og heiman. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög