Landslið

Lorik Cana

Lorik Cana er stærsta stjarna albanska liðsins - 8.10.2012

Þeir leikmenn sem skipa landsliðshóp Albaníu fyrir leikinn við Ísland í undankeppni HM 2014 á föstudag eru á mála hjá félagsliðum víðs vegar um Evrópu. Stærsta stjarna liðsins og fyrirliði þess er Lorik Cana, sem leikur með Lazio á Ítalíu og er lykilmaður þar. Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Hópurinn sem mætir Úkraínu - 8.10.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
Gianni de Biasi

Ítalskur landsliðsþjálfari Albaníu - 8.10.2012

Næstkomandi föstudag mætast A karlalandslið Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014 á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Þjálfari albanska liðsins er Ítalinn Gianni De Biasi, sem átti farsælan feril á Ítalíu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Gunnar Heiðar ekki með gegn Albaníu og Sviss - 8.10.2012

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög