Landslið

HM 2014 í Brasilíu

Frækinn sigur í Tirana - 12.10.2012

Íslendingar unnu sigur á Albönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Tirana. Lokatölur urðu 1 - 2 eftir að hvort lið skoraði eitt mark í fyrri hálfleiknum. Erfiðar aðstæður settu mark sitt á leikinn og var óvíst um tíma hvort hægt væri að klára leikinn vegna vallaraðstæðna.  Næsti leikur liðsins er á þriðjudaginn á Laugardalsvelli þegar leikið verður gegn Sviss. Lesa meira
 
Lars Lagerbäck á blaðamannafundi eftir leik við Albaníu

Frá blaðamannafundi eftir sigur á Albönum - 12.10.2012

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn við Albani.  „Við erum komnir með 6 stig. Auðvitað hefði ég heldur viljað vera með 9 stig eftir þrjá leiki, en ég er sáttur. Það geta allir unnið alla í þessum riðli, ég hef sagt það áður, og Albanía á eftir að fá stig hér á heimavelli."

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Ísland mætir Albaníu í dag í Tirana - 12.10.2012

Íslendingar sækja Albani heim í dag og fer leikurinn fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Leikurinn er í undankeppni HM og verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending þar kl. 16:50. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög