Landslið

HM 2014 í Brasilíu

Svissneskur sigur í Laugardalnum - 16.10.2012

Svisslendingar höfðu betur gegn Íslendingum í kvöld á Laugardalsvelli þegar liðin mættust í undankeppni HM. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Næsti leikur íslenska liðsins í riðlinum verður gegn Slóveníu ytra, 22. mars.

Lesa meira
 
Kypur

Byrjunarliðið gegn Sviss - 16.10.2012

Lars Lägerback, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svisslendingum á Laugardalsvelli kl. 18:30 í undankeppni HM. Ein breyting er á liðinu frá því í leiknum gegn Albaníu, Eggert Gunnþór Jónsson kemur inn í liðið í stað Arons Einars Gunnarssonar sem er í leikbanni. Lesa meira
 
Jónas Sigurðsson

Jónas Sigurðsson og félagar hita upp fyrir leik - 16.10.2012

Fyrir leik Íslands og Sviss í kvöld mun Jónas Sigurðsson og lítill hópur úr Lúðrasveit Þorlákshafnar hita upp með nokkrum lögum.  Það er því um að gera að mæta tímanlega á völlinn til að hlýða á þessa frábæru tónlist Jónasar og félaga.

Lesa meira
 
Throttur

Styttist í leik - 16.10.2012

Það styttist í leik gegn Sviss en írski dómarinn, Alan Kelly, flautar til leiks kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Veðurspáin fyrir kvöldið er góð en, eins vera ber í október, er betra að vera vel klæddur og öskra í sig hita. Eins og sjá má á myndum, leit völlurinn vel út í morgun en bar þess líka merki að vetur konungur er handan við hornið. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Sviss - Mætum tímanlega á völlinn - 16.10.2012

Eins og öllum er kunnugt er leikur Íslands og Sviss í undankeppni HM í kvöld kl. 18:30 á Laugardalsvelli. Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum velli. Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast langar biðraðir. Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik, kl. 17:30.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög