Landslið

Frá Sevastopol

Stelpurnar æfðu á keppnisvellinum í dag - 19.10.2012

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í Sevastopol í dag en þetta var lokaæfing liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu á morgun. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma en aðstæður í Sevastopol eru mjög góðar og fór æfingin í dag fram í 17 stiga hita og logni

Lesa meira
 
Sevastopol

Fyrsti leikur sovéska kvennalandsliðsins fór fram í Sevastopol - 19.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið mætir því úkraínska í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Leikið verður í hafnarborginni Sevastopol sem er sunnarlega í Úkraínu, við Svartahafið.

Lesa meira
 
Kirsi Heikkinen

Kirsi Heikkinen dæmir Úkraína - Ísland - 19.10.2012

Það verður hin finnska, Kirsi Heikkinen, sem dæmir leik Úkraínu og Íslands í umspili fyrir úrslitakeppni EM en leikið verður í Sevastopol í Úkraínu á morgun kl. 13:00. Kirsi er einn fremstu dómurum í alþjóðaboltanum en hún dæmdi t.a.m. undanúrslitaleik Frakka og Bandaríkanna á HM á síðasta ári sem og úrslitaleik Meistaradeildar UEFA kvenna árið 2010. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög