Landslið

UEFA EM A-landsliða kvenna

Stórt skref stigið í átt til Svíþjóðar - 20.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið steig í dag stórt skref í átt að sæti í lokakeppni EM 2013 í Svíþjóð næsta sumar. Skrefið var stigið með því að leggja Úkraínu 3-2 í Sevastopol í fyrri umspilsleik liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Frábær fjögurra marka sigur hjá U19 kvenna - 20.10.2012

U19 landslið kvenna hóf undankeppni EM með glæsibrag í fyrsta leik gegn Slóvakíu, en riðillinn fer fram í Danmörku. Fjögur mörk í síðari hálfleik tryggðu íslenskan sigur og íslenska liðið hefur þar með stimplað sig rækilega inn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið Íslands í Sevastopol - 20.10.2012

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt mætir A landslið kvenna Úkraínu í fyrri viðureign liðanna í umspili fyrir EM í dag. Leikurinn fer fram í Sevastopol og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Slóvakíu í dag - 20.10.2012

U19 landslið kvenna hefur í dag leik í undankeppni EM 2013 og fer riðill Íslands fram í Danmörku. Fyrstu mótherjarnir eru Slóvakía og hefst leikurinn kl. 10:00 í dag að íslenskum tíma. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög