Landslið

byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna – Fimm marka sigur á Moldavíu - 22.10.2012

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Moldavíu örugglega í dag í undankeppni EM en þetta var annar leikur liðsins í riðlinum sem leikinn er í Danmörku. Lokatölur urðu 5 – 0 fyrir Ísland en þær leiddu með þremur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Úkraína - A passar gilda við innganginn - 22.10.2012

Handhafar A passa KSÍ 2012 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á leik Íslands og Úkraínu, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Úkraína - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 22.10.2012

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á leik Íslands og Úkraínu, seinni umspilsleiknum á milli þjóðanna þar sem leikið er um sæti í úrslitakeppni EM 2013. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október og hefst kl 18:30. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
byrjunarlið

A kvenna - Seinni leikurinn við Úkraínu á fimmtudaginn - 22.10.2012

Stelpurnar gerðu góða ferð til Úkraínu þar sem þær lögðu heimastúlkur í hörkuleik, 2 – 3, en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Miðasala á þann leik er nú hafin og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma og styðja stelpurnar til Svíþjóðar. Miðasala er sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
U19-kvenna-byrjunarlid-Slovakia

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Moldavíu - 22.10.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Moldavíu í dag. Leikið verður í Esbjerg í Danmörku og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Minnt er á að hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög