Landslið

UEFA

Dregið í riðla á EM 9. nóvember - 25.10.2012

Dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM föstudaginn 9. nóvember kl. 18:30 (CET) í Gautaborg.  Dregið verður í þrjá fjögurra liða riðla þar sem liðin eru flokkuð samkvæmt árangri í undanförnum 3 EM/HM keppnum.

Lesa meira
 
2013 women

Ísland á EM! - 25.10.2012

Það var metaðsókn á k vennalandsleik í kvöld þegar Ísland lagði Úkraínu með þremur mörkum gegn tveimur. Það voru 6.647 áhorfendur sem sáu stelpurnar tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð í júlí á næsta ári. Boðið var upp á hörkuleik í kvöld þar sem íslenska liðið byrjaði betur en gestirnir gáfust alls ekki upp og jöfnuðu metin.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aron fær formlega áminningu frá landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck - 25.10.2012

Stjórn KSÍ harmar ummæli þau sem Aron Einar Gunnarsson lét falla fyrir landsleik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 12. október sl. Ummælin voru ósæmileg og á engan hátt í takt við það starf KSÍ að efla háttvísi sem og samskipti og skilning þjóða á milli.

Lesa meira
 
Úkraína

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 25.10.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Úkraínu í umspilsleik fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Sigurður Ragnar stillir upp sama byrjunarliði og í fyrri leiknum og það sama má segja um mótherjana. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Ísland mætir Úkraínu - Mætum tímanlega á völlinn - 25.10.2012

Það styttist í leik Íslands og Úkraínu sem hefst á Laugardalsvelli kl. 18:30. Ljóst er að aðsókn verður góð enda sæti í úrslitakeppninni í húfi. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir við innganginn en völlurinn opnar kl. 17:40. Miðasala er í gangi á midi.is og á Laugardalsvelli fram að leik. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Danskur sigur í síðasta leik - 25.10.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu í dag gegn Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Danmörku. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimastúlkur eftir að þær höfðu leitt, 2 - 0, í leikhléi. Báðar þjóðirnar höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í milliriðlum sem fram fara á næsta ári. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum - 25.10.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Danmörku. Mótherjarnir í dag eru heimastúlkur en efsta sæti riðilsins er í húfi.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan leik  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Úkraínu í kvöld kl. 18:30 - 25.10.2012

Ísland tekur á móti Úkraínu í kvöld í seinni umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2013. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30. Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá mid.is og einnig er hægt að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar frá kl. 13:00.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög