Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A kvenna - Riðlaskiptingin tilbúin fyrir Algarve-bikarinn

Mótið fer fram dagana 6. - 13. mars

12.12.2012

Algarvemótið fer fram dagana 6. - 13. mars en þar mætast flest af sterkustu kvennalandsliðum heims.  Tólf landslið taka þátt í mótinu en átta sterkustu þjóðunum er skipt í tvo riðla og leikur Ísland í B-riðli með Bandaríkjunum, Svíþjóð og Kína.  Í A-riðli leika svo Þýskaland, Noregur, Japan og Danmörk.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn efsta liði heimslistans, Bandaríkjunum og fer hann fram 6. mars.  Svíar verða mótherjarnir 8. mars og lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn Kína, 11. mars.  Leikið verður svo um sæti 13. mars.  Eins og nafn mótsins gefur til kynna þá fara allir leikirnir fram á Algarve í Portúgal.

Á nýlegum styrkleikalista FIFA kvenna, þá eru Bandaríkin í efsta sæti, Svíar verma sjötta sætið og Kínverjar það sautjánda.  Ísland er sem kunnugt er í fimmtánda sæti listans.  Af þjóðunum í A-riðli þá eru Þjóðverjar í öðru sæti styrkleikalistans og Japan í sætinu þar á eftir, þriðja sæti.  Noregur er svo í tólfta sæti og Danir í því þrettánda.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög