Landslið
U19-karla-i-Svithjod

U19 karla leikur vináttulandsleiki gegn Skotum og Dönum

Danaleikirnir í febrúar en Skotaleikirnir í september

24.1.2013

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við knattspyrnusambönd Danmerkur og Skotlands um að U19 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleiki síðar á þessu ári.

Tveir leikir verða leiknir við hvora þjóð og fara allir leikirnir fram ytra.  Leikið verður við Dani í Farum, á heimavelli Nordsjælland, 19. og 21. febrúar.  Leikirnir við Skota verða svo 3. og 5. september en eftir á að ákveða leikstaði í Skotlandi.


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög