Landslið

Thjodsongur

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Svíum 6. apríl - 25.1.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra 6. apríl næstkomandi. Leikið verður í Växjö en á þeim velli mun íslenska liðið leika tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppni úrslitakeppni EM í sumar.

Lesa meira
 
Kolbeinn Sigþórsson

A karla - Hópurinn valinn fyrir Rússaleikinn - 25.1.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið hópinn sem mætir Rússum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 6. febrúar. Leikið verður á Marbella á Spáni en þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Wales - 25.1.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Wales í vináttulandsleik ytra, miðvikudaginn 6. febrúar. Mikil endurnýjun er í liðinu og af 19 leikmönnum í hópnum eru bara 6 leikmenn sem hafa leikið landsleik með liðinu áður.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundur landsliðsþjálfara KSÍ - 25.1.2013

Allir landsliðsþjálfarar karla og kvennaliða Íslands funduðu saman í gærkvöldi í höfuðstöðvum KSÍ ásamt aðstoðarþjálfurum landsliðanna og markmannsþjálfurum landsliðanna.  Landsliðsþjálfararnir munu funda saman reglulega á þessu ári og móta betur starfið með landsliðunum Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög