Landslið

A landslið karla

A karla - Rússar höfðu betur - 6.2.2013

Íslendingar töpuðu gegn Rússum í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Marbella á Spáni. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Rússa sem leiddu í leikhléi með einu marki.  Sanngjarn sigur sterkra Rússa en þessi leikur var góður undirbúningur fyrir íslenska liðið fyrir leikinn gegn Slóvenum. Sá leikur fer fram ytra 22. mars og er í undankeppni HM 2014.

Lesa meira
 
Kolbeinn Sigþórsson

A karla - Byrjunarliðið gegn Rússum - 6.2.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í vináttulandsleik í Marbella á Spáni. Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tap gegn Wales í vináttulandsleik - 6.2.2013

Strákarnir U21 biðu lægri hlut gegn Wales í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Llanelli. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir heimamenn og komu öll mörkin á 10 mínútna kafla undir lok leiksins.  Næsta verkefni liðsins er svo 26. mars þegar liðið hefur leik í undankeppni EM 2015.   Lesa meira
 
U21 karla styðja átak gegn einelti

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Wales - 6.2.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Wales í vináttulandsleik í dag kl. 15:00. Leikið verður á Stebonheath vellinum í Llanelli en þetta er í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í þessum aldursflokki.

Lesa meira
 
U21 karla styðja átak gegn einelti

Tveir landsleikir Íslands í dag - 6.2.2013

Tvö landslið Íslands verða í eldlínunni í dag, miðvikudaginn 6. febrúar, en A landslið karla og U21 karla leika þá bæði vináttulandsleiki ytra. Strákarnir í U21 mæta Wales í Llanelli og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma. A landsliðið mætir hinsvegar Rússum í Marbella á Spáni og hefst sá leikur kl. 19:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög