Landslið

Sigurður Ragnar á blaðamannafundi eftir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve

A kvenna - Tap í fyrsta leik á Algarve - 6.3.2013

Ólympíumeistarar Bandaríkjanna reyndur of stór biti fyrir íslenska liðið þegar þjóðirnar mættust á Algarve í dag. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Bandaríkin eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Jafnræði var með liðunum fyrstu 30 mínútur leiksins en svo tók bandaríska liðið smám saman yfirhöndina og vann að lokum sanngjarnan sigur.  Næsti leikur liðsins á Algarvemótinu er gegn Svíum, föstudaginn 8. mars.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á Hollandi - 6.3.2013

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Hollandi í dag í vináttulandsleik sem fram fór á La Manga. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland og lögðu stelpurnar grunninn að góðum sigri í fyrri hálfleik en þær leiddu í leikhléi, 3 - 0. Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum - 6.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum í fyrsta leiknum á Algarvemótinu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Holland í dag á La Manga - 6.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag sinn fyrsta leik á La Manga en framundan eru þrír vináttulandsleikir þar. Fyrstu mótherjarnir eru Hollendingar og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög