Landslið

A landslið kvenna

A kvenna - Stórt tap gegn Svíum - 8.3.2013

Kvennalandsliðið lá í valnum á í kvöld þegar leikið var við Svía á Algarvemótunu. Lokatölur urður 6 - 1 fyrir Svía sem leiddu í leikhléi, 4 - 0.  Sannarlega slæmt tap gegn Svíum en þjóðirnar mætast aftur í vináttulandsleik þann 6. apríl næstkomandi. Næsti leikur Íslands á Algarve er hinsvegar gegn Kína á mánudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Jafntefli í markaleik - 8.3.2013

Stelpurnar í U19 kvenna léku í dag vináttulandsleik við Skota en leikið var á La Manga. Lokatölur urðu 4 - 4 eftir að íslenska liðið hafði leitt í leikhléi, 3 - 1.  Íslenska liðið leikur þriðja og síðasta vináttulandsleikinn í ferðinni á sunnudaginn þegar leikið verður við Frakka. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 8.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Algarve mótinu. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Svía í dag - 8.3.2013

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og Svíþjóð á Algarve mótinu en þetta er annar leikur liðanna á mótinu.  Ísland tapaði fyrir Bandaríkjunum á meðan Svíþjóð og Kína skildu jöfn í fyrstu umferð mótsins.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport.  Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Skota í dag á La Manga - 8.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag við Skota en um er að ræða vináttulandsleik sem fram fer á La Manga. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög