Landslið

Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Eins marks tap gegn Kína - 11.3.2013

Kvennalandsliðið lék í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en liðið beið þá lægri hlut fyrir Kína, 0 - 1. Markalaust var í leikhléi en sigurmarkið kom á 62. mínútu leiksins eftir hornspyrnu.  Edda Garðarsdóttir lék sinn 100. landsleik í dag.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir

Hundraðasti landsleikur Eddu Garðarsdóttur - 11.3.2013

Edda Garðarsdóttir lék í dag sinn 100. landsleik þegar Ísland mætti Kína á Algarve mótinu. Edda er næst leikjahæst allra landsliðskvenna, á eftir Katrínu Jónsdóttur og er þriðji íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu til að rjúfa 100 leikja múrinn. Sá þriðji er Rúnar Kristinsson sem lék 104 landsleiki.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína - 11.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum í dag á Algarve mótinu. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er síðasti leikur Íslands í riðlakeppni mótsins en á miðvikudaginn verður leikið um sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Kína á Algarve í dag - 11.3.2013

Kvennalandsliðið leikur í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en mótherjar dagsins eru Kínverjar. Ísland er án stiga eftir tvær umferðir en Kínverjar hafa eitt stig, eftir jafntefli gegn Svíum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og með sigri nær íslenska liðið þriðja sæti riðilsins og tryggir sér þar með leik um fimmta sætið á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Tap gegn Frökkum á La Manga - 11.3.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu síðasta leik sínum af þremur á La Manga í gærkvöldi en leikið var við Frakka. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Frakka sem leiddu með einu marki í leikhléi.  Þetta var síðasti leikur Íslands af þremur í þessari ferð til La Manga. Sigur vannst á Hollandi, jafntefli við Skota og tap gegn Frökkum. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög