Landslið

Frá æfingu í Slóveníu

A-karla - Allir með á æfingu í dag - 20.3.2013

Karlalandsliðið er í Slóveníu þar sem þeir mæta heimamönnum í undankeppni HM á föstudaginn. Liðið æfði í gær á keppnisvellinum en flutti sig yfir á æfingasvæði í dag. Allir leikmenn hópsins voru með á æfingu dagsins. Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Vináttulandsleik Íslands og Ungverjalands frestað til 2014 - 20.3.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að fresta vináttulandsleik þjóðanna sem fram átti að fara 3. júní á Laugardalsvelli. Leikurinn mun fara fram árið 2014 og verður nánari tímasetning tilkynnt síðar. Lesa meira
 
2013 women

Miðasala á EM kvenna - Leikir Íslands í boði á ticnet.se - 20.3.2013

Miðasala á úrslitakeppni EM kvenna er í fullum gangi en keppnin hefst 10. júlí í Svíþjóð. Íslenska liðið hefur leik 11. júlí þegar leikið verður gegn Noregi í Kalmar. Hægt er að kaupa miða hjá KSÍ á leiki íslenska liðsins til 1. apríl en nú er einnig hægt að kaupa miða á leikina í gegnum heimasíðuna http://www.ticnet.se/.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög