Landslið

Gylfi Þór Sigurðsson

A-karla - Stórkostlegur sigur í Slóveníu - 22.3.2013

Tvö mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni tryggðu þrjú dýrmæt stig þegar Ísland heimsótti Slóveníu í undankeppni HM en leikið var í Ljubliana. Lokatölur urðu 1 - 2 en heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið gegn Slóveníu 22. mars 2013

A-karla - Byrjunarliðið gegn Slóvenum - 22.3.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Slóvenum í undankeppni HM í dag.  Leikið verður í Ljubliana og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending þar kl. 16:40.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA- Kvennalandsliðið áfram í 15. sæti - 22.3.2013

Á nýjum styrkleikalista kvenna, sem FIFA birti í morgun, er Ísland í 15. sæti og stendur í stað frá síðasta lista.  Bandaríkin sitja sem fastast í toppsætinu og Þjóðverjar þar á eftir en þessar þjóðir léku einmitt til úrsita á Algarve mótinu þar sem Bandaríkin höfðu betur.

Lesa meira
 
A landslið karla

A-karla - Íslendingar mæta Slóvenum í dag - 22.3.2013

Ísland mætir Slóveníu í dag í undankeppni HM 2014 og verður leikið í Ljubliana.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þjóðirnar mætast í mótsleik en þær hafa tvisvar leikið vináttulandsleiki og hafa Slóvenar haft sigur í bæði skiptin.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög