Landslið

Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Hópurinn sem leikur gegn Svíum í Växjo - 26.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn til að mæta Svíum í vináttulandsleik í Växjo, 6. apríl næstkomandi. Leikið verður á sama velli og íslenska liðið leikur tvo leiki sína, gegn Þjóðverjum og Hollendingum, í úrslitakeppni EM í sumar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sætur sigur á Hvít Rússum - 26.3.2013

Strákarnir í U21 byrjuðu undankeppni EM 2015 á besta mögulegan máta þegar þeir sóttu þrjú stig til Hvít Rússa.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Íslendinga sem leiddu, 0 - 1, í leikhléi en leikið var á Torpedo vellinum í Minsk.  Jón Daði Böðvarsson og Emil Atlason skoruðu mörk Íslendinga sem léku einum færri síðustu 20. mínúturnar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið við Hvít Rússa í dag - 26.3.2013

Strákarnir í U21 mæta liði Hvíta Rússlands í dag í fyrsta leiknum í riðlakeppni EM 2015. Leikið verður á Torpedo vellinum í Minsk og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög