Landslið

Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Sigurður Ragnar - "Frábært vinnuframlag leikmanna" - 6.4.2013

"Virkilega ánægður með vinnuframlag leikmanna í þessum leik.  Liðið í heild varðist mjög vel í þessum leik og spilaði taktískt mjög vel" sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, þegar hann var spurður um hans hugsanir um leikinn gegn Svíum í kvöld.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í milliriðli EM í Portúgal

U19 kvenna - Umfjöllun um naumt tap gegn Finnum - 6.4.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu í kvöld gegn Finnum í milliriðli EM en leikið er í Portúgal. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Finna en markalaust var í leikhléi. Finnar tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Wales sem fram fer í sumar. Tómas Þóroddsson var á staðnum og sendi okkur umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap gegn Svíum í Växjö - 6.4.2013

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Växjö í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía en markalaust var í leikhléi. Lotta Schelin gerði bæði mörk Svía, það síðara með síðustu spyrnu leiksins. Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 6.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari,  hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í vináttulandsleik í dag.  Leikið er á Myresjöhus vellinum í Växjo og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norskir dómarar á leik Svíþjóðar og Íslands - 6.4.2013

Það verða norskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Íslands sem hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma í dag.  Monica Larson er dómari leiksins og nafna hennar, Monica Lokkeberg er annar aðstoðardómara.  Hinn aðstoðardómarinn heitir Birgitta Solberg Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Leikið í dag gegn Finnum í milliriðli EM - 6.4.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Portúgal.  Mótherjar dagsins eru Finnar en leikurinn  hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum af heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög