Landslið

Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U16 karla - Sigur gegn Færeyingum - 11.4.2013

Strákarnir í U16 hófu í dag leik á undirbúningsmóti UEFA og fer það fram í Wales. Mótherjar Íslendinga í dag voru Færeyingar og höfðu Íslendingar sigur, 2 - 0. Það var Óttar Magnús Karlsson sem skoraði bæði mörk Íslendinga og komu þau bæði í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um nítján sæti - 11.4.2013

Nýr styrkleikalisti FIFA sem gefinn var út í morgun, sýnir að Ísland fór upp um 19 sæti og sitja nú í 73. sæti. Spánn, Þýskaland og Argentína skipa þrjú efstu sætin sem hafa haldist óbreytt frá seinasta styrkleikjalista.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Leikið við Færeyjar í dag - 11.4.2013

Strákarnir í U16 leika í dag við Færeyjar í undirbúningsmóti UEFA sem leikið er í Wales. Fjórar þjóðir leika á þessu æfingamóti en hinar þjóðirnar eru gestgjafarnir og Norður Írar. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög