Landslið

A landslið karla

A karla - Hópurinn sem mætir Slóvenum - 29.5.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóvenum í undankeppni HM á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. MIðasala á leikinn er í fullum gangi og óhætt að segja að hún gangi vel fyrir þennan mikilvæga leik. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Skotland - A passar gilda við innganginn - 29.5.2013

Handhafar A passa KSÍ 2013 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á vináttulandsleik Íslands og Skotlands, laugardaginn 1. júní kl. 16:45.  Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ísland - Skotland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 29.5.2013

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á vináttulandsleik Íslands og Skotlands. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní og hefst kl 16:45. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á Ísland - Skotland - 29.5.2013

Eins og kunnugt er  leikur íslenska kvennalandsliðið vináttulandsleik gegn Skotum, næstkomandi laugardag kl. 16:45 á Laugardalsvelli.  Þetta er síðasti leikur liðsins á heimavelli fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í júlí í Svíþjóð.  Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri og hvetjum við aðildarfélög til þess að skipuleggja hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

A karla - Hópurinn gegn Slóvenum verður tilkynntur í dag - 29.5.2013

Í dag verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun tilkynna hópinn sem leikur gegn Slóvenum á Laugardalsvelli 7. júní í undankeppni HM.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög