Landslið

A landslið karla

Slóvenar höfðu betur í Laugardalnum - 7.6.2013

Slóvenar höfðu betur á Laugardalsvelli í kvöld en Íslendingar tóku á móti þeim í undankeppni HM. Lokatölur urðu 2 - 4 eftir að staðan hafði verið jöfn, 2 - 2 í leikhléi.  Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 6. september, en næsta verkefnið er hinsvegar vináttulandsleikur gegn Færeyingum á Laugardalsvelli, 14. ágúst.

Lesa meira
 
Slovenia-1

Byrjunarliðið gegn Slóveníu - 7.6.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvenum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst nú kl. 19:00 og er liður í undankeppni HM 2014. Byrjunarliðið er þannig skipað:

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Miðasala hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli - 7.6.2013

Miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 12:00 á leikdag á leik Íslands og Slóveníu. Nú kl. 8:00 í morgun eru um 1.000 miðar eftir og um að gera að hafa hraðar hendur. Hægt er að kaupa miða á netinu fram að leik. Leikurinn hefst kl. 19:00 en völlurinn sjálfur opnar kl. 18:00 og eru vallargestir hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög