Landslið

A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap í Viborg - 20.6.2013

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut í dag gegn sterku liði Dana í vináttulandsleik sem fram fór í Viborg.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Dani sem skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.  Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi, í Kalmar, þann 11. júlí. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum - 20.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í vináttulandsleik kl. 16:00 í dag. Leikið verður í Viborg og er þetta síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Æfing í Viborg

A kvenna - Leikið gegn Dönum í dag - 20.6.2013

Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Dönum og fer leikurinn fram í Viborg. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.

Aðstæður eru hinar bestu í Viborg á æfði íslenska liðið á keppnisvellinum í gær.  Allir leikmenn hópsins eru heilir og klárir í slaginn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög