Landslið

England-Noregur á Opna NM U17 kvenna

Opna NM U17 kvenna:  Línur að skýrast - 2.7.2013

Línurnar tóku heldur betur að skýrast í toppbaráttu riðlanna á Opna NM eftir leiki dagsins.  Ljóst er að Danir verða í efsta sæti B-riðils og leika þar með til úrslita í mótinu og miðað við stöðuna í A-riðli virðist fátt geta komið í veg fyrir að mótherjar þeirra verði Þjóðverjar. Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Byrjunarliðið gegn Hollendingum í dag - 2.7.2013

Í dag, þriðjudag, fer fram önnur umferð á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna. Ísland mætir Hollandi á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ kl. 16:00 og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins tilkynnt byrjunarlið sitt.  Gerðar eru þrjár breytingar frá fyrsta leik. Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Nína Kolbrún í U17 hópinn í stað Petreu Bjartar - 2.7.2013

Petrea Björt Sævarsdóttir varð fyrir meiðslum í leik með U17 kvenna á mánudag og verður ekki meira með á Opna NM.  Í samræmi við reglugerð mótsins hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, kallað Nínu Kolbrúnu Gylfadóttur, leikmann Vals, inn í hópinn í stað Petreu. Lesa meira
 
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Annar leikdagur á Opna NM U17 kvenna - 2.7.2013

Annar leikdagur á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna er runninn upp og í dag, þriðjudag, er leikið á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ og á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Ísland leikur suður með sjó kl. 16:00 og mætir þar Hollandi í lykilleik fyrir bæði lið, sem eru án stiga eftir fyrstu umferð.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög