Landslið

England-Noregur á Opna NM U17 kvenna

Opna NM U17 kvenna - Riðlakeppni lokið - 4.7.2013

Í dag lauk riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins hjá U17 kvenna en leikstaðir dagsins voru Fylkisvöllur og N1-völlurinn í Sandgerði.  Eftir leiki dagsins er ljóst að Þýskaland og Danmörk leika til úrslita.  Noregur og Finnland leika um 3. sætið.  Holland og Svíþjóð leika um 5. sætið og Ísland og England um 7. sætið.  Allir þessir leikir fara fram laugardaginn 6. júlí og hefjast kl. 11:00 að undanskildum úrslitaleiknum sem hefst kl. 13:30

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 12 sæti - 4.7.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er Ísland í 73. sæti listans og fellur niður um 12 sæti síðan að síðasti listi var gefinn út. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og koma Þjóðverjar þar á eftir. Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna: Byrjunarlið Íslands gegn Finnum - 4.7.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Finnum í dag kl. 16:30 á N1-vellinum í Sandgerði. Með sigri á íslenska liðið möguleika á öðru sæti riðilsins sem mundi þýða að leikið yrði um 3. sætið á mótinu á laugardaginn.

Lesa meira
 
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna: Riðakeppninni lýkur í dag - 4.7.2013

Lokaleikir riðlakeppni á opna UM U17 kvenna fara fram í dag og fara leikirnir fram á Fylkisvelli og N1 vellinum í Sandgerði.  Danir hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitaleiknum og mikið þarf að gerast til að Þjóðverjar verði ekki mótherjar þeirra þar.  Íslendingar geta, með sigri á Finnum, skotist upp í annað sæti riðilsins og þar með leikið um þriðja sætið á laugardaginn. Lesa meira
 
2013 women

Katrín Ásbjörnsdóttir ekki með á EM 2013 - Soffía Arnþrúður kemur inn - 4.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM. Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór/KA, er meidd og getur ekki verið með í Svíþjóð. Í hennar stað hefur Sigurður valið Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur úr Stjörnunni.
Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög