Landslið

EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Eitt stig í hús - 11.7.2013

Bæði lið gengu nokkuð vonsvikin af velli þegar Ísland og Noregur gerðu jafntefli í dag í fyrsta leik B-riðils úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1 -1 eftir nokkuð kaflaskiptan leik þar sem Noregur leiddi í leikhléi en íslenska liðið jafnaði verðskuldað í síðari hálfleik. Lesa meira
 
kvenna1

Úrslitakeppni EM - Byrjunarliðið gegn Noregi - 11.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í úrslitakeppni EM kl. 16:00 í dag en leikið er í Kalmar.  Stillt er upp í 4-4-2 en leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Noregi í dag kl. 16:00 - 11.7.2013

Stóra stundin rennur upp k. 16:00 í dag þegar Ísland mætir Noregi í úrslitakeppni EM kvenna en keppnin fer fram í Svíþjóð.  Leikið er í Kalmar en en hinar þjóðirnar í riðlinum, Holland og Þýskaland mætast einnig í dag. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög