Landslið
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Þjóðverjar Evrópumeistarar

Norðmenn brenndu af tveimur vítaspyrnum í úrslitaleiknum

29.7.2013

Þjóðverjar tryggðu sér í gær Evrópumeistaratitilinn þegar þær þýsku lögðu Noreg að velli í úrslitaleik sem fram fór í Stokkhólmi.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Þjóðverja en naum var það því norska liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum í leiknum.

Sem kunnugt er voru báðar þjóðirnar í úrslitaleiknum með Íslendingum í riðli í úrslitakeppninni en þetta er í sjötta skiptið í röð sem þýska liðið hampar þessum titili.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög