Landslið

A landslið karla

Karlalandsliðið gegn Færeyjum - 9.8.2013

A landslið karla mætir Færeyjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í næstu viku, miðvikudaginn 14. ágúst. Leikurinn hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á íþróttarás RÚV. 22 manna landsliðshópur Íslands var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 landsliðshópurinn sem mætir Hvít-Rússum 14. ágúst - 9.8.2013

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn við Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015. Leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 17:00.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 9.8.2013

A landslið karla fer upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og situr nú í 70. sæti. Ísland hefur sveiflast nokkuð upp og niður á listanum í ár, byrjaði árið í 89.sæti, hefur lægst verið í 98. sæti og hæst í því 61.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur um 3. sætið á NM - 9.8.2013

U17 landslið karla vann góðan 2-1 sigur á Svíum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi. Með sigrinum tryggði liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sætið á mótinu á laugardag, þar sem mótherjarnir verða Norðmenn. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög